Gestastofa

Verið velkomin í Reykholt, einn sögufrægasta stað landsins. Sagnaritarinn, fræðimaðurinn og höfðinginn Snorri Sturluson settist að í Reykholti 1206 og var veginn þar haustið 1241.

Snorrastofa veitir ferðamönnum þjónustu og fræðslu í Gestastofu. Hún er á jarðhæð Reykholtskirkju — Snorrastofu, en þar er sýning um Snorra Sturluson, auk þess sem boðið er upp á styttri og lengri kynningar um miðaldir, Snorra og Reykholt.

Lifandi kynning fyrir hópa hrífur og skapar nýja vídd.
Fyrirlestrar og leiðsögn eru á íslensku, norrænum málum, ensku og þýsku.

Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu.

Hlökkum til að sjá þig í Reykholti.

Myndband, unnið fyrir Menningarráð Vesturlands árið 2014.

Verðlisti Gestastofu fyrir árið 2019

 

Opnunartímar Gestastofu

1. maí – 31. ágúst
Alla daga vikunnar 10–18

1. september – 31. mars
Virka daga 10–17

Á öðrum tímum eftir samkomulagi.