Prjónabókakaffi 3. desember 2021

Prjónabókakaffi

Prjóna-bóka-kaffið er starfrækt hálfsmánaðarlega á fimmtudagskvöldum yfir veturinn í bókhlöðunni. Þessar kvöldstundir hafa enn aukið hróður sinn og sífellt bætast ný andlit við í hópinn, en að jafnaði sækja 12-20 manns þessi kvöld, karlar jafnt sem konur.

Þessi kvöld eru fastur punktur í tilverunni hjá mörgum. Fólk hefur gaman af að hittast í notalegu umhverfi, spjalla saman og njóta skapandi samveru í andrúmslofti bókhlöðunnar þar sem margt ber á góma og list- og verkmenning flyst á milli gestanna. Fólk er hvatt til að koma með hannyrðir og sinna öðru handverki. Kvöldin hafa reynst skemmtilegur vettvangur fyrir ýmis konar frásagnir og fróðleik, sem gestir hafa miðlað, og stundum er boðið upp á upplestur eða myndasýningar. Segja má að þarna skapist skemmtileg og gefandi baðstofustemning.

Bókhlaðan er opin öllum til útlána þessi kvöld og fólk nýtir sér það í töluverðum mæli.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.