Framkvæmdir í Reykholti 7. maí 2024

Framkvæmdir í Reykholti

Þorvaldur Jónsson, bóndi í Brekkukoti og smiður, sem jafnframt er formaður safnaðarstjórnar Reykholtskirkju, er kominn af stað með gerð nýs anddyris fyrir Snorrastofu og safnaðarsal kirkjunnar. Þessi framkvæmd á eftir að breyta miklu fyrir starfsemi Snorrastofu, aðgengið að gestastofunni og sýningunni „Sögu Snorra“ batnar og aðkoman verður meira aðlaðandi.  Búið er að steypa undirstöður fyrir tvölfaldar glerdyr með sjálfvirkri opnun.

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.