Saga Snorra

Snorrastofa í Reykholti stendur fyrir sýningunni Saga Snorra. Starfsfólk stofnunarinnar veitir upplýsingar og leiðsögn um hana.

Á sýningunni er miðlað í máli og myndum af ævi Snorra Sturlusonar (1179–1241), umhverfi og samtíð hans.

 

 

Húsafellssteinar

Í kirkjugarðinum voru nokkrir steinar – Húsafellssteinar – höggnir af niðjum sr. Snorra Björnssonar á Húsafelli. Húsafellssteinarnir eru með sérstæðu lagi og höggnir af ættlægri hind og snilli. Flestir þeirra eru frá seinni hluta nítjándu aldar og í gestastofu er sérstök sýning á þessum steinum þar sem dregnar eru upp myndir í texta af tengslum fólksins í Reykholtssókn og húsfellsku steinanna.

Perlur í Reykholtsdal

Ljósmyndasýning í anddyri Gestastofu með myndum úr Reykholti og nágrenni eftir Guðlaug Óskarsson. Snorrastofa hefur einnig látið framleiða póstkort með myndum Guðlaugs frá staðnum. Þau eru til sölu í gestastofunni.

Verðskrá

Einstaklingar
1.200 kr.

Hópar (lágmark 10)
1.000 kr. á mann

 

Stutt leiðsögn (10-15 mín.) um sýningu, bókasafn og kirkju
1.500 kr.

Lengri leiðsögn (30 mín.) um sýningu, bókasafn og kirkju.
2.000 kr.

Skólaheimsóknir

Gestastofa tekur gjarnan á móti skólahópum með kynningu á Snorra Sturlusyni og verkum hans. Gengið er um staðinn og spjallað við nemendur. Vinsamlegast pantið fyrirfram í síma 433 8000 eða með tölvupósti; snorrastofa@snorrastofa.is.

Verð fyrir skólaheimsóknir (lágmark 10 í hóp)
Grunnskólar
500 kr. á nemanda
Framhaldsskólar
1.000 kr. á nemanda, með kynningu