17 Miðaldagata, til hægri:

Vatnstanksvegur, Reykholtsgata
Miðaldagata liggur ofan við Höskuldargerði. Ef gengið er til hægri
liggur leiðin í norðaustur – í átt að landi Breiðabólstaða. Af mið­alda­götunni liggja stígar, annars vegar Vatnstanksvegur til vinstri upp á hæðina sem vatnstankurinn er og hins vegar Reyk­holtsgata – reiðleið til hægri – austanvert við Reykholtsþorpið. Þessi leið var að hluta til fyrsti akvegur að Reykholti að norðan. Þar í götunni eru leifar hliðs, steyptir stólpar frá því fyrir miðja síðustu öld.

Skógalundur
Að ofanverðu við miðaldagötuna í átt að Breiðabólstöðum er Skóga­lundur með minnismerki sem vígt var 21. júní 1999, á aldar­afmæli Guðmundar Illugasonar (1899–1986) frá Skógum í Flókadal.

Fegurð himinsins
Þegar gengið er lengra eftir miðaldagötunni í norðurátt er komið að áningastað sen ætlaður er ferðamönnum til að skoða fegurð himinsins – stjörnur og norðurljós að vetrarlagi.

Visitor’s Reception’s Opening Hours

1 May – 31 August:
every day 10 – 17

1 Sept. – 30 April:
weekdays 10 – 17
Otherwise by arrangement.