Á döfinni í Reykholti
Simfóníuhljómsveit unga fólksins
Reykholtskirkja
Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins (Ungfónía) halda tónleika í Reykholtskirkju sunnudaginn 23. nóvember kl. 16.00.
Á tónleikunum syngur Hanna Ágústa Olgeirsdóttir einsöng með kórnum í Magnificat eftir John Rutter og Anna Þórhildur Gunnarsdóttir leikur Rhapsody in Blue fyrir píanó og hljómsveit eftir George Gershwin.
Að auki leikur hljómsveitin forleikinn að Töfraflautunni eftir Mozart. Þær Hanna Ágústa og Anna Þórhildur eru báðar aldar upp í Borgarfirðinum og hafa fengið margskonar viðurkenningu fyrir list sína. Stjórnandi á tónleikunum er Gunnsteinn Ólafsson. Miðasala við innganginn.
Verð: kr. 4000 fyrir fullorðna, kr. 3000 fyrir námsmenn og eldri borgara og fatlaða.
4. desember 2025
Prjónabókakaffi
Bókhlaða
Prjónabókakaffi í Bókhlöðu Snorrastofu, fimmtudaginn 4.desember kl 20. Bókakynning.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
18. desember 2025
Prjónabókakaffi
Bókhlaða
Prjónabókakaffi í Bókhlöðu Snorrastofu, fimmtudaginn 18.desember kl 20. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Lesa meira
22. nóvember 2025
Ráðstefna um Harald harðráða á Sikiley
Þá er þriðja árlega ráðstefnan í verkefninu “A Viking in the Sun” að baki. Í kjölfar Reykholts og Istanbúl var það Sikiley í hinni glæsilegu borg Sýrakúsa, þar sem fornleifadeild Háskólans í Catania, Scuola di Specializzazione in Beni Archeologici, tók á móti okkur. Fundað var var í fallegri 14. aldar byggingu, Palazzo Chiaramonte. Öll Sýrakúsa reyndist stórkostleg og var farið í skoðunarferðir og boðið eitt kvöldið upp á tónlistarviðburð.
Lesa meira
6. október 2025
Vestnorden 2025 á Akureyri
Sigrún Þormar, sviðsstjóri Snorrastofu, tók þátt á Vestnorden 2025 á Akureyri þann 29.september til 1.október s.l. Sigrún var þar ásamt Guðrúnu Helgu Stefánsdóttur fyrir hönd Samtaka um Söguferðaþjónustu, www.sagatrail.is
Lesa meira
18. september 2025
History Hit með upptökur í Reykholti
History Hit með upptökur í Reykholti og Snorrastofu. Sviðsstjóri Snorrastofu, Sigrún G.Þormar fyrir miðju við hlið Dan Snow.
Lesa meiraOpnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31. ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30. apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.
