Stiklur úr framvindu RÍM-verkefnisins

Um RÍM-verkefnið

Um RÍM-verkefnið

RÍM-verkefnið

„Verkefninu „Ritmenning íslenskra miðalda“ var formlega hleypt af stokkunum 22. ágúst 2020. Þar er um að ræða verkefni til fimm ára en meginmarkið þess er að efla rannsóknir sem tengjast þeim stöðum á Íslandi þar sem ritmenning blómstraði á miðöldum. Rannsóknir þessar munu m.a. tengjast fornleifafræði, sagnfræði, textafræði og bókmenntafræði. Tilefni þessa er að nú eru 75 ár liðin frá stofnun lýðveldis á Íslandi.

Af þessu tilefni var undirrituð samstarfsyfirlýsing forsætisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Snorrastofu. Fór undirritunin fram í Reykholti í Borgarfirði þar sem Snorrastofa er starfrækt sem menningar- og miðaldasetur. Dagleg umsýsla með framvindu verkefnisins verður í höndum Snorrastofu.

Stefnt er að því að veita 35 milljónum kr. til þessa verkefnis í fimm ár frá og með árinu 2020. Mennta- og menningarmálaráðuneyti, sem fer með yfirstjórn þess, mun auglýsa eftir umsóknum um styrki og skipa úthlutunarnefnd þegar þær liggja fyrir. Úthlutunarnefndin gerir tillögur um úthlutun, í samstarfi við Rannís, til ráðherra mennta- og menningarmála sem tekur ákvörðun um úthlutun styrkja að höfðu samráði við forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra.“ (Tekið af vef forsætisráðuneytisins 22. ágúst 2020.)

Samstarfsyfirlýsingin

Í stjórn verkefnisins sitja þau Guðrún Nordal formaður, Ágúst Sigurðsson sveitastjóri Rangárþings ytra og Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður.

Snorrastofa fer með daglega umsýslu með verkefninu og samningur þar að lútandi var undirritaður í Reykholti, laugardaginn 12. febrúar 2020.

Ávarp Björns Bjarnasonar 21. maí 2020 við afhendingu fyrstu styrkja úr RÍM-sjóðnum…

Stiklur úr framvindu RÍM -verkefnisins

Eftirfarandi fengu styrk 2022

Ritmenning íslenskra miðalda (RÍM)

Fornleifastofnun Íslands ses: Staðarhóll í Dölum: Höfuðból í minjum, sögu og sagnaritun, 10,4 milljónir kr. 

Háskóli Íslands: Þingeyraklaustur: Hjarta ritmenningar í fjórar aldir, 8,0 milljónir kr.

Oddafélagið: Oddarannsóknin, 7,5 milljónir kr. 

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: Bókagerð í Helgafellsklaustri á fjórtándu öld, 5,0 milljónir kr. 

Vinnufundur styrkhafa föstudaginn 3. júní 2022

Smellið hér til að sækja dagskrá: Dagskrá vinnufundar

Fundarsalur Þjóðminjasafns Íslands


Dagskrárstjóri: 

Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

10-10.10: Setning

10.10-10.40

Náttúruminjasafn Íslands: Viðar Hreinsson. Náttúrur og fornar frásagnir. Um náttúru- og umhverfissýn íslenskra miðaldasagna

10.40-11.10

Axel Kristinsson og Árni Daniel Júlíusson. Sögur og fylgdarmenn

11.10-11.40

Elín Bára Magnúsdóttir. Er Þórðar saga kakala verk Sturlu Þórðarsonar?

11.40-12.10

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: Beeke Stegmann og fleiri. Bókagerð í Helgafellsklaustri á fjórtándu öld

12.10-13.00: Matarhlé

13.00-13.40

Oddafélagið: Helgi Þorláksson og fleiri. Oddarannsóknin

13.40-14.20

Fornleifastofnun Íslands: Elín Ósk Hreiðarsdóttir og fleiri. Staðarhóll í Dölum: Höfuðból í minjum, sögu og sagnaritun

14.20-14.40: Kaffihlé

14.40-15.20

Háskóli Íslands: Steinunn Kristjánsdóttir og fleiri. Þingeyraklaustur: Hjarta ritmenningar í fjórar aldir

15.20-16.20

UMRÆÐUR: Árangur, samþætting og framtíðarsýn verkefnisins

Forvígismenn verkefnanna sitja í pallborði.

16.20

Léttar veitingar í boði Snorrastofu í Reykholti

 

Eftirfarandi fengu styrk 2021

Auglýsing um umsóknir til verkefnisins, birt 16. janúar 2021

Styrkjum úthlutað, afhentir í maí 2020

Fyrsta úthlutun á uppstigningardag, 21. maí 2020

Auglýsing um umsóknir til verkefnisins, birt 12. febrúar 2020

Úthlutunarreglur 12. febrúar 2020

Verkefninu hrundið  af stað í febrúar 2020

Undirritun samstarfsyfirlýsingar í ágúst 2019