Saga Reykholts

Saga Reykholts

Saga Reykholts spannar meira en þúsund ár og hér voru oftsinnis kirkjuhöfðingar og valdsmenn um lengri og skemmri tíma. Sjá Kirkjusaga Reykholts – Geir Waage

Sögu Reykholtsskóla verður til haga haldið hér á vefnum.


Reykholtsskóli

Borgfirðingar hafa átt tvo héraðsskóla,  Hvítárbakkaskóla og Reykholtsskóla. Hvítárbakkaskóla stofnaði Dalamaðurinn Sigurður Þórólfsson árið 1905 eftir dvöl sína í Danmörku þar sem hann kynntist hugmyndum Grundtvigs um alþýðufræðslu og lýðháskóla.

Árið 1931 fluttist skólahaldið að Reykholti með stofnun héraðsskóla þar.  Í Reykholti starfaði arftaki Hvítárbakkaskólans og fylgdi skólaþróun í landinu þar til að skólahaldi lauk þar árið 1997. Tvö síðustu árin var skólinn deild í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi. Lauk þar merkum áfanga í skólasögu héraðsins og landsins alls. Lýður Björnsson skrifaði bókina, Héraðsskólar Borgfirðinga, um þennan hlut borgfirskrar skólasögu og Snorrastofa gaf úr árið 2013.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.