Bókakynning í Snorrastofu 1. desember 2025

Bókakynning í Snorrastofu

Bókakynning í Snorrastofu

Fimmtudagskvöldið 4. desember kl. 20:00 verður bæði boðið upp á Prjóna-bóka-kaffi og bókakynningu í Snorrastofu. Þar munu þrír rithöfundar lesa úr verkum sínum, fjalla um þau og svara fyrirspurnum. Um er að ræða eftirfarandi höfunda og verk: Gunnar J. Straumland: Og óvænt munu hænur hrossum verpa,  Guðrún Guðlaugsdóttir: Dóu þá ekki blómin? og Helgi Bjarnason: Bóhem úr Bæjarsveit. Sagnaþættir úr Borgarfirði III.

Lesa meira
Ráðstefna um Harald harðráða á Sikiley 22. nóvember 2025

Ráðstefna um Harald harðráða á Sikiley

Þá er þriðja árlega ráðstefnan í verkefninu “A Viking in the Sun” að baki. Í kjölfar Reykholts og Istanbúl var það Sikiley í hinni glæsilegu borg Sýrakúsa, þar sem fornleifadeild Háskólans í Catania, Scuola di Specializzazione in Beni Archeologici, tók á móti okkur. Fundað var var í fallegri 14. aldar byggingu, Palazzo Chiaramonte. Öll Sýrakúsa reyndist stórkostleg og var farið í skoðunarferðir og boðið eitt kvöldið upp á tónlistarviðburð.

Lesa meira
Vestnorden 2025 á Akureyri 6. október 2025

Vestnorden 2025 á Akureyri

Sigrún Þormar, sviðsstjóri Snorrastofu, tók þátt á Vestnorden 2025 á Akureyri þann 29.september til 1.október s.l. Sigrún var þar ásamt Guðrúnu Helgu Stefánsdóttur fyrir hönd Samtaka um Söguferðaþjónustu, www.sagatrail.is

Lesa meira
History Hit með upptökur í Reykholti 18. september 2025

History Hit með upptökur í Reykholti

History Hit með upptökur í Reykholti og Snorrastofu. Sviðsstjóri Snorrastofu, Sigrún G.Þormar fyrir miðju við hlið Dan Snow.

Lesa meira
Henry David Thoreau and the Nick of Time 23. júlí 2025

Henry David Thoreau and the Nick of Time

Í maí kom út bókin “Henry David Thoreau and the Nick of Time”. Er hún afrakstur ráðstefnu Snorrastofu og The Thoreau Society í Reykholti vorið 2022 þar sem fjallað var um Thoreau, þennan merka bandaríska rithöfund og heimspeking, og hvernig hann hugleiddi tímahugtakið í sem víðustum skilningi.

Lesa meira
Reykholtshátíð 2025 2. júlí 2025

Reykholtshátíð 2025

25. til 27.júlí Reykholtshátíð.
Yfirskrift hátíðarinnar, sígild tónlist í sögulegu umhverfi, lýsir vel inntaki hennar og áherslum. Sveitasælan í Reykholti og fagur hljómburður Reykholtskirkju veitir bæði áheyrendum og tónlistarmönnum tækifæri til að upplifa hágæða tónlistarflutning á einum sögufrægasta stað Íslands.

Lesa meira
 Sturluhátíð 12. júlí 2025 1. júlí 2025

Sturluhátíð 12. júlí 2025

Snorrastofa vekur athygli á Sturluhátíðinni 2025 þann 12. júlí á Staðarhóli og félagsheimilinu Tjarnarlundi, í Saurbæ í Dölum.

Lesa meira
Velkomin í Reykholt 31. maí 2025

Velkomin í Reykholt

Velkomin í Reykholt og á sýninguna "Saga Snorra"

Lesa meira
Upptökur í Reykholti fyrir RÚV 31. maí 2025

Upptökur í Reykholti fyrir RÚV

20.-21. maí siðastliðinn tók Ríkisútvarpið upp heimildaþátt um gömlu kirkjuna í Reykholti, þann fyrsta í röð þátta um húsasafn Þjóðminjasafnsins. Egill Helgason annast þættina og tók hann meðal annars viðtal við séra Geir Waage í hitabylgjunni.

Lesa meira
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.