Kynningar, leiðsögn og fyrirlestrar

Kynningar, leiðsögn og fyrirlestrar

Við bjóðum gestum leiðsögn um húsið sem tekur um hálftíma, einnig er boðið uppá klukkutíma fyrirlestra um Snorra, bókmenntir og miðaldir.  Lifandi kynning fyrir hópa hrífur og skapar nýja vídd.  Lágmarksfjöldi er 10 manns og panta þarf fyrirfram.
Fyrirlestrar og leiðsögn eru á íslensku, norrænum málum og ensku.

Athugið hljóðleiðsögnina „Snorri“ sem stendur gestum til boða í snjalltæki. Það byggir á tengingu við GPS staðsetningartæknina og býður þeim sem hlaða því niður leiðsögn um Reykholtsstað og veitir upplýsingar um þjónustu á staðnum og í nágrenni sem og áhugaverða staði og afþreyingu. Leiðsögnin fylgir aðgangi að sýningunni, Saga Snorra.

Sýningargestum utan háannatíma býðst að panta  veitingar fyrirfram.

Pantanir

Netfang: snorrastofa@snorrastofa.is
Sími: 433 8000

Sýning um Snorra Sturluson (1179–1241), ævi hans,
verk og samtíma. Innifalin er hljóðleiðsögnin „Snorri“ um Reykholt, byggingar, staðhætti og sögu.

Verð:

• Fullorðnir 2.000 kr.
• Öryrkjar og aldraðir 1.500 kr.
• Börn, ókeypis í fylgd með forráðamanni
• Framhaldsskólahópar 1.500 kr.
• Grunnskólahópar 800 kr.

Ferðaskrifstofur vinsamlega hafið samband og fáið sendan verðlista.

Panta verður fyrirlestra, leiðsögn
og hressingu fyrirfram


Skólaheimsóknir

Við tökum gjarnan á móti skólahópum með kynningu á Snorra Sturlusyni og verkum hans. Gengið er um staðinn og spjallað við nemendur. Vinsamlegast pantið fyrirfram, sbr. að ofan.

Verðlisti 

Grunnskólar

800 kr. á nemanda, með kynningu.

Framhaldsskólar

1.500 kr. á nemanda með kynningu.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.