Við bjóðum gestum styttri og lengri kynningar um sýninguna, Sögu Snorra, bókasafn og kirkju. Lifandi kynning fyrir hópa hrífur og skapar nýja vídd.
Fyrirlestrar og leiðsögn eru á íslensku, norrænum málum, ensku og þýsku.
Athugið hljóðleiðsögnina „Snorri“ sem stendur gestum til boða í snjalltæki. Það byggir á tengingu við GPS staðsetningartæknina og býður þeim sem hlaða því niður leiðsögn um Reykholtsstað og veitir upplýsingar um þjónustu á staðnum og í nágrenni sem og áhugaverða staði og afþreyingu. Leiðsögnin fylgir aðgangi að sýningunni, Saga Snorra.
Sýningargestum utan háannatíma býðst að panta veitingar fyrirfram.
Pantanir
Netfang: snorrastofa@snorrastofa.is
Sími: 433 8000
Verðlisti (pdf.-til útpr.)
Sýning um Snorra Sturluson (1179–1241), ævi hans,
verk og samtíma. Innifalin er hljóðleiðsögnin „Snorri“ um Reykholt, byggingar, staðhætti og sögu.
• Fullorðnir 1.500 kr.
• Hópar (10) 1.000 kr.
• Öryrkjar og aldraðir 1.000 kr.
• Börn, yngri en 18 ára Ókeypis
• Framhaldsskólahópar 1.000 kr.
• Grunnskólahópar 500 kr.
Stutt leiðsögn um sýningu, kirkju og bókhlöðu
• Hópar (5) 2.500 kr.
• Ferðaskrifstofur 2.000 kr.
Fyrirlestur um Snorra og Reykholt
1 klst. 35.000 kr. + aðgangseyrir
Hressing á fyrirlestri 800 kr.
Athugið að panta verður fyrirlestur, leiðsögn
og hressingu fyrirfram
Skólaheimsóknir
Við tökum gjarnan á móti skólahópum með kynningu á Snorra Sturlusyni og verkum hans. Gengið er um staðinn og spjallað við nemendur. Vinsamlegast pantið fyrirfram, sbr. að ofan.
Verðlisti
Grunnskólar
500 kr. á nemanda, með kynningu.
Framhaldsskólar
1.000 kr. á nemanda með kynningu.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.