Reykholtskirkja

Nýja kirkjan í Reykholti var vígð 28. júlí 1996, teiknuð af Garðari Halldórssyni. Hún er rómuð fyrir hljómburð. Hljóðhönnun annaðist Gunnar H. Pálsson verkfræðingur.  Í kirkjunni eru gamlar kirkjuklukkur, Frobeniusorgel Dómkirkjunnar í Reykjavík, verðlaunaðir steindir gluggar Valgerðar Bergsdóttur og skírnarfontur úr klébergi, gjöf Norðmanna. Skírnarfat og altarisbrík Reykholtskirkju eru frá því um 1500, nú eign Þjóðminjasafnsins. Nýr kross var reistur fyrir stafni kirkjunnar sumarið 2012, sjá nánar undir flipanum Gripir Reykholtskirkju…

Gamla kirkjan í Reykholti var reist á árunum 1885 – 1887 og var sóknarkirkja til 1996. Hún tilheyrir nú húsasafni Þjóðminjasafns Íslands og er opin gestum staðarins.

Sjá nánar um kirkjuna og búnað hennar á viðbótarflipum kirkjunnar hér á vefnum.

 

Sóknarprestur

Sóknarprestur

Sóknarprestur í Reykholti.

Nánar
Útliega kirkja

Útliega kirkja

Verð á útleigu kirkju.

Nánar
Messuhald

Messuhald

Áætlanir um helgihald.

Nánar
Reykholtskirkja – myndir

Reykholtskirkja – myndir

Ný Reykholtskirkja er fagurt Guðshús og hefur einstakan hljómburð. Um kirkjuna, gripi hennar og sögu, má sjá á flipum Reykholtskirkju…

Nánar
Gripir Reykholtskirkju

Gripir Reykholtskirkju

Gripir og búnaður í gömlu kirkjunni (Nítjándu aldar kirkju) og nýrri Reykholtskirkju. Instrumenta et ornamenta.

Nánar
Kirkjusaga

Kirkjusaga

Saga Reykholts spannar meira en þúsund ár og hér voru oftsinnis kirkjuhöfðingar og valdsmenn um lengri og skemmri tíma.

Nánar
Tónlist í kirkjunni

Tónlist í kirkjunni

Kirkjan tekur um 280 manns í sæti en hægt er með góðum vilja að koma allt að 350 stólum fyrir þar. Kirkjan er leigð út til tónleikahalds, æfinga og annara viðburða. Upplýsingar um verð og annað gefur sviðsstjóri Snorrastofu Sigrún Þormar, sigrun@snorrastofa.is   sími 8475581  

Nánar
Eldri áætlanir um helgihald…

Eldri áætlanir um helgihald…

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.