Gisting og þjónusta

Í Reykholti er heilsárshótel, Fosshótel Reykholt og  Hrísmóar 4. Þá eru fleiri möguleikar í nágrenninu, bæði í bændagistingu og á hótelum.

Fosshótel Reykholt

Fosshótel Reykholt

Fosshótel Reykholt er rómantískt hótel í Borgarfirði í aðeins nokkurra mínútna akstursfjarlægð frá Deildartunguhver, Hraunfossum og Húsafelli. Hótelið ber þess merki að vera á söguslóðum, en þar er veitingastaðurinn Kringla og barinn Urðarbrunnur.

Heitu pottarnir bíða eftir að ferðalangar láti þreytuna líða úr sér, hvort sem það er eftir langan dag af útivist eða eftir fundarhöld en á hótelinu er boðið upp á fjölbreytta aðstöðu fyrir ráðstefnur, fundi og aðrar uppákomur.

Nánar
Hrísmóar 4

Hrísmóar 4

Þetta er lítið og notalegt hús með heitum potti sem hentar afar vel fyrir tvo.
Í húsinu er eitt herbergi með tvíbreiðu rúmi, svefnsófi í stofu og dýnur á svefn lofti. Fallegar gönguleiðir í nágrenni og notalegt að slappa af í heitum potti og horfa á norðurljós.
Stutt er að Hraunfossum, í Húsafell og í ís hellirinn í Langjökli.
Einnig Deilartunguhver og Reykholt.

Nánar
Nes

Nes

Nes í Reykholtsdal liggur í um 3ja km. fjarlægð frá Reykholti. Þar er gisting, uppbúin rúm eða svefnpokapláss, í tveimur sambyggðum húsum.

Við bæinn er níu holu golfvöllur. Nes liggur vel til skoðunarferða um helstu náttúruperlur í héraðinu og til lengri dagsferða, t.d. út á Snæfellsnes.

Nánar
Steindórsstaðir

Steindórsstaðir

Steindórsstaðir eru í sunnanverðum Reykholtsdal, litlu innar en Reykholt. Jörðin er um 2900 hektarar, auk þess sem hálft fjallendi Búrfells, um 1500 hektarar, tilheyra henni.

Boðið er uppá gistingu í 7 herbergjum í uppábúnum rúmum, með morgunverði.Gestir geta komið með sitt eigið nesti, því eldunaraðstaða er í húsinu og öll nauðsynleg áhöld.

Nánar
Signýjarstaðir í Hálsasveit

Signýjarstaðir í Hálsasveit

Gisting í sumarhúsum á bænum Signýjarstöðum í Hálsasveit í Borgarfirði á suðvestur-Íslandi. Signýjarstaðir, bær þar sem rekinn er hefðbundinn búskapur, eru stutt frá ýmsum af kunnustu og vinsælustu ferðamannastöðum framarlega í Borgarfirði.

Umhverfið er gróið og hlýlegt en ekki langt að aka til þess að upplifa friðsæld á hrjóstrugu hálendinu þar sem stórskorin fjöll og jöklar seiða til sín hugann. Opið allt árið.

Nánar
Hótel Á

Hótel Á

Hótel Á er á bænum Kirkjubóli í Hvítársíðu.
Gisting og verðskrá á Hótel Á.

Á Hótel Á eru 14 tveggja manna herbergi og eitt fjölskylduherbergi öll með sér inngangi og baðherbergi.

Nánar
Húsafell

Húsafell

Húsafell er meðal fjölsóttustu ferðamannastaða hér á landi, enda einstök náttúruperla í stórkostlegu landslagi. Veðursældin, skógurinn, heitar laugar og sú aðstaða og þjónusta fyrir ferðamenn, sem þar hefur verið komið upp á undanförnum árum, laðar til sín fjölda ferðamanna og dvalargesta á hverju ári. Í Húsafelli starfar Hótel Húsafell allt árið.

Nánar

Tjaldsvæði í nágrenni

Hverinn á Kleppjárnsreykjum er aðeins 7 km. fyrir vestan Reykholt. Nánar

Tjaldsvæðið á Húsafelli er 22,5 km. austan við Reykholt. Nánar

Fossatún er 17 km. austan við Reykholt. Nánar


Verslun

Í Reykholti er lítil matvöruverslun og bensínstöð, Hönnubúð. Aðeins 1 mínútu akstur frá Reykholti.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.