Skartgripir

Snorra hringurinn

Snorra hringurinn, eins og hann hefur verið kallaður, er hannaður sérstaklega fyrir Snorrastofu af íslenska skartgripamerkinu Sign.
Bæði gull hringurinn og sá silfraði eru úr sterlingsilfri. Sá gyllti er húðaður og silfraði er klæddur með rhódíum húð svo ekki falli á hann.

Verð: 19.900 kr

Hringurinn er steyptur eftir 18 karata gullhring sem fannst við fornleifauppgröft í Reykholti.
Hringurinn fannst í gólfi í kór miðaldakirkjunnar og getur verið að hann hafi verið smíðaður á Íslandi.
Frummyndin er nú geymd á Þjóðminjasafni Íslands.

Snorra hringurinn


Snorralaug

Snorralaugar menin eru sérstaklega hönnuð fyrir Snorrastofu af íslenska skartgripaframleiðandanum Sign.

Form menana er lögun Snorralaugar séð ofan frá.  Annað menið sýnir laugina með vatni en hitt sýnir aðeins lögun hleðslunnar.
Hálsmenin eru bæði úr sterlingsilfri og ródíum-húðuð svo ekki falli á þau.

Verð:
Snorralaug með vatni – 13.900 kr
Útlínur Snorralaugar – 11.900 kr

Talið er að Snorralaug hafi upprunalega verið hlaðin á 13. öld. Hún sækir nafn sitt af Snorra, þar sem að hennar er fyrst getið í rituðum heimildum í Sturlungu, s.s. frá þeim tíma er Snorri bjó í Reykholti.

Snorralaug með vatni

Útlínur Snorralaugar


Kross Reykholtskirkju

Kross Reykholtskirkju er sérstaklega hannaður fyrir Snorrastofu af íslenska skartgripamerkinu Sign.

Hann fæst í fjórum mismunandi stærðum: 2 cm. – 3 cm. – 4 cm. – 5 cm.

Krossinn fæst hvort tveggja í gulli og silfri. Báðar gerðirnar eru úr sterlingssilfri. Sá gyllti er gullhúðaður og hinn silfraði ródíumhúðaður svo ekki falli á hann.

Verð:
2cm. – 11.900 kr
3 cm. – 14.900 kr
4 cm. – 18.900 kr
5 cm. – 24.900 kr

Krossinn er eftirlíking af krossinum sem nú stendur fyrir utan Reykholtskirkju. Hann er gerður af stáli og sedrusviði af norska listamanninum Jarle Rosseland. Krossinn sækir frumgerð sína til Gunnhildarkrossins danska frá árinu 1150. Rosseland vísar til táknmynda Guðspjallamannanna úr Kells bókinni írsku í útfærslu sinni og vísar þannig til rætur kristinnar trúar á Íslandi.

Kross Reykholtskirkju (Silfur)

Kross Reykholtskirkju (Gull)

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.