Ráðstefnu- og hátíðarsalur í Héraðsskólahúsi

Ráðstefnu- og hátíðarsalur í Héraðsskólahúsi

Salurinn tekur allt að 80 manns í sæti við borð, en 100 manns í sæti án borða (bíó-uppröðun). Í salnum er hljóðkerfi, skjávarpi og sýningartjald. Hann hentar ágætlega til mannamóta og veisluhalda. Með léttum veitingum rúmar hann allt að 130 manns standandi.

Aðstaða í eldhúsi fylgir. Þar er er ísskápur, eldavél, bökunarofn, stór kaffikanna og uppþvottavél. Leirtau fyrir kaffi og léttar veitingar fyrir 80 manns

Hófleg meðferð léttra vína og bjórs er leyfileg í salnum. Veislum þarf að vera lokið um miðnætti. Reykingar eru bannaðar í húsinu.

Upplýsingar og bókanir gegnum netfangið snorrastofa@snorrastofa.is, yfirumsjón með útleigu hefur Sigrún Þormar sviðstjóri Snorrastofu

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.