Bókhlaða

Í Snorrastofu er bókhlaða og góð aðstaða fyrir fræðastörf.

Hún er bæði almennings- og sérfræðibókasafn og telur nú um 50 þúsund bindi með góðu úrvali ævisagna, skáldrita og margs konar efni til fróðleiks og afþreyingar fyrir alla aldurshópa.

Sérfræðibókasafnið er sérstaklega sniðið að þörfum þeirra, sem leggja stund á miðaldafræði.

Fjölbreytilegt og gott úrval af bókum fyrir alla aldurshópa. Aðgangur að interneti, góðri vinnuaðstöðu og öflugu handbókasafni.

Opnunartímar
Alla virka daga frá 10:00–17:00.

Bókavörður
Gíslína Jensdóttir
gislina@snorrastofa.is

Viðvera bókavarðar eftir samkomulagi

Leita í safnkosti

Leita í safnkosti

Prjóna-bóka-kaffi

Prjóna-bóka-kaffi

Annað hvert fimmtudagskvöld býður bókhlaðan til samverustunda þar sem fólk er hvatt til að koma með handverk sitt og hugmyndir, spjalla um heima og geima og nýta sér útlán safnsins. Heitt er á könnunni og allir hjartanlega velkomnir.


Húsnæði

Bókhlaðan er í húsnæði Snorrastofu á tveimur gólfum auk bókageymslu í kjallara. Gengið er inn í bókhlöðuna úr tengibyggingu og auk þess úr porti aftan við tengibyggingu.

Á jarðhæð, í meginrými bókhlöðunnar, er almenningssafninu komið fyrir auk þess sem það húsnæði er nýtt fyrir fyrirlestra og smærri fundi.

Á vinnulofti er góð aðstaða til fræðistarfa. Þar er sérfræðisafn í miðaldafræðum.

Húsnæði


Safnkostur

Við uppbyggingu safnkostsins hefur Snorrastofa notið velvildar margra, sem hafa gefið til bókhlöðunnar og með bókakaupum til viðbótar hefur náðst heildstæður safnkostur, fyrir almenning og þá sem leggja stund á miðaldafræði.

Safnkostur

Almenningssafn
Almenningsbókasafnið býður gott úrval safnkosts, enda hafa nágrannasöfn eins og safn Brúarinnar í Brúarási og safn Andakílshrepps verið lögð til þess. Auk þess hafa íbúar og velunnarar gefið rausnarlegar bókagjafir til að styrkja stoðir þjónustunnar. Þá hefur Snorrastofa einnig keypt til safnsins á hverju ári allnokkuð af nýjum bókum í safnið.

Bókminjar
Bókhlaða Snorrastofu á allnokkurt efni, sem flokka má sem bókminjar. Stofnunin hefur lagt sig fram við að geyma þær á viðeigandi hátt í lokuðu rými við rétt hita- og rakastig.

Sérfræðisafn
Bókhlaðan hefur lagt sig eftir efni, sem nýst geta við hvers konar rannsóknir í miðaldafræðurm.

Handbækur
Í bókhlöðunni er mjög gott safn handbóka, til nota fyrir gesti á vinnulofti.


Bókagjafir

Söfn, sem gefin hafa verið Snorrastofu

Bókasafn dr. Jakobs Benediktssonar.
Bókasafn Tryggva Þórhallssonar, fyrrverandi forsætisráðherra.
Bókasafn Guðmundar G. Hagalíns, rithöfundar.
Bókasafn gamla Héraðsskólans í Reykholti.
Hluti úr safni Þórarins Sveinssonar, læknis.
Hluti úr safni Guðjóns Ásgrímssonar.
Bókasafn Þóris Steinþórssonar, fyrrverandi skólastjóra Héraðsskólans í Reykholti.

 

Hluti úr safni Dr. Magnúsar Stefánssonar, sagnfræðings.
Hluti úr safni Kristjáns  Albertsssonar.
Bækur og skjöl úr fórum Friðriks Ásmundssonar Brekkan.
Bókasafn Ungmennafélagsins Brúarinnar.
Bókasafn Andakílshrepps.
Auk þessara stóru gjafa hefur Snorrastofu verið gefinn fjöldi bóka.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.