Kristín Vigfúsdóttir

Árið 1918 í Borgarfirði

Sýningin var sett upp í hátíðarsal Snorrastofu í héraðsskólahúsinu í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslendinga. Hún var tekin niður sumarið 2020. Á sýningunni röðuðust saman munir og minningar; ljósmyndir, sendibréf og önnur slík minningarbrot sem skapa stemningu – tilfinningu fyrir tíðaranda ársins. Brugðið var upp myndum af bæjum og búendum, mennt og menningu, lífsbaráttu og tómstundum Borgfirðinga. Fréttir ársins af borgfirskum málefnum einnig fengnar úr prentuðum blöðum – og mjög byggt á handrituðum blöðum sem Þorsteinn Jakobsson (1884–1967) skráði.

Höfundur sýningartexta: Óskar Guðmundsson, rithöfundur.

Hönnun: Birna Geirfinnsdóttir, Chris Petter Spilde og Lóa Auðunsdóttir.

Við undirbúninginn naut Snorrastofa liðsinnis víða í héraði og afmælisnefnd aldarafmælis fullveldis Íslands styrkti framtakið. Meðal annars var leitað til Félags eldri borgara í uppsveitum Borgarfjarðar, Safnahúss Borgarfjarðar – Byggða- og Skjalasafns, Ljósmynda- og Bókasafns Akraness, Ljósmyndasafns Reykjavíkur og einstaklinga hér í héraði og víðar.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.