Þjónusta við gesti

Gestastofa

Verið velkomin í Reykholt, einn sögufrægasta stað landsins. Sagnaritarinn, fræðimaðurinn og höfðinginn Snorri Sturluson settist að í Reykholti 1206 og var veginn þar haustið 1241.

Snorrastofa veitir ferðamönnum fræðslu í Gestamóttöku. Inngangur er á jarðhæð Reykholtskirkju — Snorrastofu, gengið inn frá stóra bílaplaninu að framan undir kirkjuturninum.

Í gestamóttökunni er rekin ferðamannaverslun með íslensku handverki, bókum um Snorra og miðaldir og íslenskri tónlist.

Fræðsla Snorrastofu felst í sýningu  um Snorra Sturluson og miðaldir, og leiðsögn um sögu og menningu staðarins. Tekið hefur verið í notkun leiðsagnarappið „Snorri“, sem gestum býðst að hlaða niður í snjalltæki sín og nota á sýningunni jafnt sem úti á göngu um staðinn.

Boðnar eru lifandi kynningar, styttri og lengri, sem hrífa áheyrendur og skapa nýja vídd upplifunar. Þær fara fram á íslensku, norrænum málum, ensku eða þýsku. Kynningar af þessu tagi þarf að panta fyrirfram.

Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og hlökkum til að sjá þig í Reykholti.

Myndband, unnið fyrir Menningarráð Vesturlands árið 2014


Opnunartímar Gestastofu

Venjulegir opnunartímar:

1.maí – 31. ágúst daglega kl. 10 – 17

1.sept. – 30. apríl
virka daga kl. 10 – 17

Á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Kynningar, leiðsögn og fyrirlestrar

Kynningar, leiðsögn og fyrirlestrar

Við bjóðum gestum styttri og lengri kynningar um Sögu Snorra, bókasafn og kirkju. Lifandi kynning fyrir hópa hrífur og skapar nýja vídd. Fyrirlestrar og leiðsögn eru á íslensku, norrænum málum, ensku og þýsku.

Nánar
Ráðstefnu- og fundaaðstaða

Ráðstefnu- og fundaaðstaða

Snorrastofa hefur yfir eftirfarandi aðstöðu að ráða til ráðstefnu- og fundarhalda:
– Ráðstefnu og hátíðarsal fyrir allt að 100 manns í sæti.
– Þrjú fundarherbergi fyrir 6-12 manna fundi.
– Bókhlöðusal Snorrastofu fyrir 50-60 manns í sæti.
– Safnaðar
- og sýningarsal með aðstöðu til léttra veitinga.

Nánar
Sýningar

Sýningar

Í Gestastofu er ein meginsýning, Saga Snorra, en auk þess eru í anddyri hennar Perlur í Reykholtsdal og Húsafellssteinar.

Nánar
Verslun

Verslun

Í gestastofu er rekin verslun með bókum, hljómdiskum og íslensku handverki. Allur hagnaður af rekstri verslunar rennur til uppbyggingar í Reykholti á vegum Snorrastofu og Reykholtskirkju.

Nánar
Gisting

Gisting

Gistirými Snorrastofu er ætlað innlendum og erlendum fræði- og listamönnum.

Nánar
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.