Afreksmaður segir frá 28. febrúar 2020

Afreksmaður segir frá

Þriðjudagskvöldið 18. febrúar sagði Skagamaðurinn Ingólfur Geir Gissurarson frá ferð sinni á hæsta tind jarðarinnar, Mount Everest. Hann náði tindinum 23. maí árið 2013 og sagði í fyrirlestri sínum frá þeirri glímu, undirbúningi og ferðalaginu. Fyrirlesturinn, sem fram fór í félagsheimilinu og  upplýsingamiðstöðinni Brúarási í Hálsasveit var samvinnuverkefni Snorrastofu, Brúaráss og Sögu jarðvangs. Kynnir kvöldsins var Þórunn Reykdal forvígismaður Sögu jarðvangs, sem heimamenn hafa um nokkurt skeið unnið að. Segja má að efni kvöldsins hafi höfðað vel til samfélagsins vegna hins mikla áhuga á útivist og heilbrigðum lífsstíl, sem er ofarlega á baugi um þessar mundir. Undirtektir voru afar góðar og áhugaverðar umræður spunnust í lokin.

Nánar um fyrirlesturinn og myndir Ingólfs...

Myndir Guðl. Óskars.

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.