Aftur til liðs við Snorrstofu 1. mars 2022

Aftur til liðs við Snorrstofu

Dr. Luke John Murphy, þjóðfræðingur, er aftur kominn til liðs við Snorrastofu, sem er fagnaðarefni.

Hann hefur verið ráðinn til að sinna nýju verkefni á sviði norrænnar goðafræði á vegum Snorrastofu og Háskóla Íslands. Tengiliður Háskólans er dr. Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði. Um er að ræða gerð nýs gagnagrunns er lýtur að söfnun gagna um umfangsmiklar og fjölbreyttar fornleifar tengdum norrænni goðafræði. Verið er að leita að samstarfsaðilum og afla styrkja í verkefnið. Verkefnið er sjálfstætt framhald verkefnanna „The Pre-Christian Religions of the North“, sem Luke tók þátt í að stýra á sínum tíma, og „Gagnagrunnur textaheimilda um norræna goðafræði”, sem undanfarin ár hefur verið í umsjá Liv Aurdal, þjóðfræðings og starfsmanns Snorrastofu.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.