Áhugaverð ferðasaga skreytti Prjóna-bóka-kaffið 1. desember 2019

Áhugaverð ferðasaga skreytti Prjóna-bóka-kaffið

Góðir gestir sóttu Prjóna-bóka-kaffið, fimmtudaginn 28. nóvember s.l. þegar Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir fyrrv. skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar sagði frá því þegar hópur nokkurra vaskra Borgfirðinga gekk í kringum sjálft fjallið Mont Blanc í sumar er leið. Ingibjörg hafði fært dagbók, sem hún stiklaði á og sýndi um leið myndir, sem teknar voru í ferðalaginu. Kvöldið var mjög vel sótt og áhugi gestanna leyndi sér ekki. Þar var kominn stærsti hluti hópsins, sem gerði kvöldið enn betra.

Myndir: Guðlaugur Óskarsson

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.