Áhugavert sjónarhorn á forna texta 1. október 2019

Áhugavert sjónarhorn á forna texta

Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur hélt leiftrandi fyrirlestur til heiðurs og í minningu Snorra Sturlusonar síðastliðinn þriðjudag, 1. október, hér í Snorrastofu. Með yfirskriftinni, Náttúrulaus sagnalist, eða lifandi gróður og lífrænir ávextir? - gaf fyrirlesarinn tóninn um sjónarhorn umræðu dagsins í dag og brá upp ýmsum myndum af grúski fræðimanna við að nálgast afurðir mannsandans fyrr og síðar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Snorri og samtíðarmenn hans færðu sögur þjóðarinnar á skinn og margs ber að gæta við túlkunina á þeim og síðari tíma afurðum. Umræður urðu hinar líflegustu að fyrirlestri loknum sem sýndi að efnið hafði höfðað til gesta. Fyrirlesturinn var tekinn upp og verður á næstu dögum birtur á You Tube, með leyfi fyrirlesarans.

Myndir Guðl. Ósk.

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.