„Bergur Þorgeirsson forstöðumaður á skrifstofu Snorrastofu í Istanbúl“
17. september 2024Alþjóðlegt samstarf Snorrastofu
Snorrastofa hefur undanfarin ár þróað samstarf við ýmsar erlendar stofnanir, m.a. Háskólann í Tbilisi í Georgíu, The Thoreau Society í Bandaríkjunum, háskólana í Edinborg, York, Björgvin, Osló og Gautaborg, kastalabæinn Gradara á Ítalíu, og sænskar rannsóknarstofnanir í Istanbúl og Jerúsalem. Samvinnan hefur getið af sér verkefni, sem gagnast hafa í því sem nefna má útbreiðslustarfsemi um Snorra Sturluson, enda eru vegna sterkrar stöðu Snorra sóknarfærin mörg fyrir stofnun eins og Snorrastofu.
Snorrastofa hefur haft sem markmið frá upphafi að sinna alþjóðlegu samstarfi og koma þannig Snorra sem víðast á framfæri. Um leið er unnið að samvinnu á sviði almennra rannsókna og annarra samskipta í tengslum við forníslenskar bókmenntir og miðaldarit hinna ýmsu menningarsvæða.
Þegar Snorri sat við skriftir í Reykholti sá hann oft fyrir sér Miðjarðarhafið, suðaustur Evrópu og Austurlönd nær, rétt eins og svo margir aðrir íslenskir sagnaritarar. Nokkrir forníslenskir textar fjalla um Miklagarð eða Istanbúl og nágrenni, og má þar nefna Haraldar sögu harðráða í Heimskringlu Snorra, Bolla þátt Bollasonar, Örvar-Odds sögu og Yngvars sögu víðförla, sem hugsanlega er eftir Odd Snorrason, munk í Þingeyraklaustri. Snorri er aðalhemilidin um Harald, en í fyrra var ráðstefna í Snorrastofu um þær heimildir sem til eru um konunginn, en hans er víða getið í samtímaheimildum, jafnvel grískum og arabískum. Og ekki má gleyma áhuga Snorra á að tengja hin heiðnu goð við Troju, sem nú tilheyrir Tyrklandi.
Nýjasti viðkomustaðurinn á þessari vegferð Snorrastofu var Mikligarður eða Istanbúl, þessi ótrúlega borg. Napoleon mun hafa sagt að væri jörðin eitt ríki væri Istanbúl höfuðborg þess. Þessi töfrandi samruni Evrópu og Asíu er án efa einn fallegasti staður jarðkringlunnar með allan sinn sérstæða arkitektúr og magnað borgarlandslagið. Sannkallaður bræðslupottur menningarstrauma.
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.