Ánægjuleg afmælishátíð 8. október 2015

Ánægjuleg afmælishátíð

Snorrastofa hélt afmælishátíð laugardaginn 3. október síðastliðinn en hún var stofnuð á dánardægri Snorra Sturlusonar fyrir 20 árum 23. september árið 1995.

Björn Bjarnason fyrrverandi alþingismaður og menntamálaráðherra og Bergur Þorgeirsson forstöðumaður gerðu grein fyrir stöðu stofnunarinnar fyrr og nú. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis og þingmaður Norðvesturkjördæmis opnaði nýja heimasíðu (snorrastofa.is). Ólafur Pálmason íslenskufræðingur flutti erindi sem hann kallaði Ljóðaþátt úr landsuðri og fjallaði um nokkur ljóð Jóns Helgasonar frá Rauðsgili. Þá flutti Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri Borgarbyggðar ávarp og Snorri Hjálmarsson og Ingibjörg Þorsteinsdóttir fluttu nokkur sönglög. Húsið var opið gestum og í bókhlöðunni voru sýndar myndir úr sögu stofnunarinnar. Eftir nokkra óveðursdaga og snjókomu, heilsaði laugardagurinn með sól í heiði sem gerði hátíðarbrag dagsins enn skýrari. Gestir urðu um 100 talsins og varð afmælið hið ánægjulegasta fyrir stofnunina.

 

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.