
Ánægjuleg heimsókn frá Þingeyraklausturs-prestakalli
Sunnudagurinn 25. febrúar var ánægjulegur hér í Reykholti. Gesti bar að garði úr Þingeyraklaustursprestakalli, sem sáu um messugjörð kl. 14. Prestur þeirra er sr. Sveinbjörn Einarsson, organisti Eyþór Franzson Wechner, sem stýrði kórum Blönduóss- og Þingeyrarkirkna.
Hópurinn kynnti sér starf Reykholtskirkju-Snorrastofu, hlýddi á ljóða- og myndasýningu Guðlaugs Óskarssonar og átti notalega samverustund með Reykholtssöfnuði við athöfnina og í messukaffinu á eftir.
Gagnkvæmar heimsóknir á borð við þessa sýna, svo ekki verður um villst, að maður er manns gaman...
Myndir (JE)
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.