Ánægjuleg heimsókn ráðherra mennta- og menningarmála í Reykholt 9. febrúar 2017

Ánægjuleg heimsókn ráðherra mennta- og menningarmála í Reykholt

Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Reykholt föstudaginn 3. febrúar s.l. Með honum í för voru alþingismennirnir Haraldur Benediktsson og Teitur Björn Einarsson auk Þórarins Sólmundarsonar sérfræðings í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Hópurinn kynnti sér starfsemi sem fram fer í Snorrastofu og hér í Reykholti.

Björn Bjarnason stjórnarformaður Snorrastofu, Bergur Þorgeirsson forstöðumaður og sr. Geir Waage tóku á móti ráðherra og fylgdarliði hans og voru á einu máli um að heimsóknin hefði verið hin ánægjulegasta.

Myndir (Guðlaugur Óskarsson)

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.