Ánægjuleg kvöldstund í bókhlöðunni 11. desember 2018

Ánægjuleg kvöldstund í bókhlöðunni

Síðasta prjóna-bóka-kaffi ársins, 13. desember síðastliðinn, var með skemmtilegri áferð. Mættur var Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri með bækur sínar um íslenska heyskaparhætti. Sú fyrri, Íslenskir sláttuhættir, kom út árið 2015 og hin síðari, Íslenskir heyskaparhættir, á líðandi ári 2018. Auk bókanna hafði Bjarni gítarinn sinn um hönd og tók lagið á milli sagna sinna af efni bóka og því tengdu, eða eins og hann sagði sjálfur..."rabbar ögn um hey og heyskap, jól, kaupakonur… og kannski eitthvað fleira".

Kvöldið var vel sótt, gestir hlustuðu af athygli, tóku undir sönginn með Bjarna og ekki skemmdi, að nýútkomnar jólabækurnar fengu að fara heim með lesendum sínum.

Myndir G.Ósk.

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.