
Ánægjuleg kvöldstund um Júlíönu Jónsdóttur
Þriðjudaginn 23. febrúar s.l. hélt Helga Kress fyrirlesturinn "Reyndu á flugi frelsi þitt" og vísaði þar til ljóðlína Júlíönu Jónsdóttur (1838-1917), fátækrar vinnukonu úr Reykholtsdal, sem þrátt fyrir stöðu sína varð fyrst íslenskra kvenna til að gefa út ljóðabók. Árið 1876 var ljóðabókin "Stúlka" gefin út á Akureyri og í Vesturheimi gaf Júlíana út ljóðabókina, "Hagalagðar". Þangað flutti Júlíana um 1885 og átti ekki afturkvæmt til Íslands.
Í fyrirlestri Helgu komu fram ýmsar skemmtilegar myndir af þessari hefur kannað slóðir Júlíönu og m.a. farið vestur til vesturstrandar Norður Ameríku þar sem hún dvaldi lengst. Henni áskotnuðust í þeirri ferð bréf, sem Júlíana hafði skrifað vinkonu sinni frá Blaine í Washingtonríki. Bréfin eru það eina, sem varðveist hefur af eiginhandarritum Júlíönu.
Fyrirlesturinn var vel sóttur og umræður að honum loknum hinar ágætustu.
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.