
Barnamenningarhátíð vorsins undirbúin
Mánudaginn er leið þ. 25. janúar 2016 var fyrsti fundur í Snorrastofu til undirbúnings vorhátíðar í Reykholti þriðjudaginn 3. maí næstkomandi. Þangað verður boðið nemendum úr skólum Borgarfjarðarhéraðs, sem hafa Snorra Sturluson og miðaldir að viðfangsefni. Dagskrá hátíðarinnar verður tvískipt. Annars vegar býðst nemendum að sýna gestum það sem orðið hefur til við vinnu þeirra í skólunum og hins vegar verður þeim boðið sjálfum að njóta leiðsagnar og upplifunar í anda miðalda.
Á fundinn mættu nokkrir kennarar, sem leiða starf í nágrannaskólunum, Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi Vesturlands, sem er hvatamaður þessa verkefnis auk starfsmanna Snorrastofu, Bergs Þorgeirssonar og Jónínu Eiríksdóttur. Mikil jákvæðni ríkti í hópnum og ýmsir möguleikar á viðfangsefnum reyfaðir. Hópurinn stækkar svo með hækkandi sól og enn frekara samráð verður innan hans. Næsti fundur í sama dúr er ráðgerður mánudaginn 11. apríl.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.