Bókmenntaleg einkenni Íslendingasagna skoðuð á fornsagnanámskeiði 19. mars 2018

Bókmenntaleg einkenni Íslendingasagna skoðuð á fornsagnanámskeiði

Þriðjudaginn 20. mars s.l. leiddi Örnólfur Thorsson norrænufræðingur námskeiðskvöld á fornsagnanámskeiði vetrarins, sem tileinkað var bókmenntalegum einkennum Íslendingasagna. Örnólfur dró þar upp skemmtilega og skýra mynd af sagnabrunni þjóðarinnar, sem sífelldlega veldur heilabrotum og bollaleggingum um uppruna og eðli.

Að þessu sinni var námskeiðið á Sögulofti Landnámssetursins, efni kvöldsins vakti líflegar og áhugaverðar umræður svo úr varð hin besta kvöldstund.

Síðasta kvöld námskeiðsins verður undir leiðsögn Vilborgar Davíðsdóttur rithöfundar á sama stað, þriðjudaginn 3. apríl kl. 20. Yfirskrift þess kvölds er Grænlandsgátan.

Nánar um námskeiðið....

Myndir (JE)

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.