
Einstaklega áhugaverður fyrirlestur Hjálmars Gíslasonar
Hjálmar Gíslason frumkvöðull hélt fyrirlestur í Snorrastofu þriðjudaginn 14. febrúar s.l., sem hann nefndi: 9 atriði sem enginn sagði mér um nýsköpun.
Eins og fram hefur komið hefur Hjálmar starfað innan nýsköpunar- og tæknigeirans frá unglingsaldri og þurft að reka sig á ýmislegt á þeirri vegferð.
Í fyrirlestrinum greindi hann frá þeim atriðum, sem væru þeim góð til umhugsunar, sem stæðu í nýsköpun og hugmyndasmíð og nefndi þar 9 meginatriði. Þessi atriði má sjá hér í glærusýningu Hjálmars.
Aðsókn að fyrirlestrinum var afar góð og umræður urðu hinar líflegustu og mjög lærdómsríkar. Þar tókst Hjálmari að grípa bolta á lofti og nýta sér til að ítreka enn frekar áherslur sínar.
Fundarstjóri var formaður Framfarafélags Borgarfjarðar, Óskar Guðmundsson, en fyrirlesturinn var samstarfsverkefni þess og Snorrastofu.
Myndir Guðlaugs Óskarssonar
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.