Fegurð haustsins framundan í Reykholti 2. september 2020

Fegurð haustsins framundan í Reykholti

Haustið fer að í Reykholti eins og annars staðar og náttúran hefur hafið búningaskipti sín.

Snorrastofa býður gestum þjónustu sína með fræðslu um Snorra Sturluson, sögu og menningu staðarins. Sjá nánar...

Ný tækni auðveldar leiðsögnina og við hvetjum alla til að hefja heimsóknina í anddyri Snorrastofu, sem er á jarðhæð Reykholtskirkju-Snorrastofu, gengið inn frá stóra bílaplaninu að framan. Íslendingar hafa verið ánægjulegir gestir sumarsins og nýta sér vonandi fegurð haustsins til útiveru og fræðslu um sögu og menningu, sem einkennir Reykholt.

Opið er frá kl. 10 til 17 alla virka daga, lokað um helgar frá og með 1. september til 31. maí.

Sjá nánar um þjónustu gestastofunnar...

Verið öll velkomin í Reykholt.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.