Fosshótel opnar nýuppgert hótel í Reykholti 28. apríl 2005

Fosshótel opnar nýuppgert hótel í Reykholti

Fosshótel Reykholt í Borgarfirði opnaði dyr sínar þann 28 apríl s.l. eftir stórfelldar breytingar. 48 herbergi hafa verið stækkuð í 24 fermetra og útbúin góðu baðherbergi. Þráðlaus nettenging er á hótelinu. Hótelið er fyrsta menningartengda hótelið á Íslandi og verður í framtíðinni starfrækt í náinni samvinnu við Snorrastofu.

Hótel með afgerandi sérstöðu

Fosshótel Reykholt er ætlað fþeim markhópi sem vill hlaða sig orku á ný og mun í framtíðinni bjóða upp á hin ýmsu námskeið fyrir fólk sem vill aðallega rækta sjálft sig. Hótelið er algerlega reyklaust. Fyrirhugað er að opna baðaðstöðu utanhúss í stíl við Snorralaug.

Hótelið telur nú 53 herbergi með baði og 15 baðlaus herbergi. Tvö fjölskylduherbergi eru í boði auk hinnar s.k. Freyjusvítu. Á heimasíðunni, www.fosshotel.is fást frekari upplýsingar um Fosshótelin.

Gangar hússins hafa hver sitt þema og eru prýddir myndum og listmunum sem allir tengjast norrænni goðafræði, íslenskum bókmenntum og klassískri tónlist. Veitingasalur hótelsins, Ásgarður, býður upp á veitingar fyrir bæði einstaklinga og hópa. Í Tunglstofu, inn af Ásgarði er gott að slaka á og fá sér koníakslögg eftir góða máltíð og spá í stjörnukortin. Sólstofa mun koma í náinni framtíð. Lord of the Rings nefnist eitt herbergi sem varpar ljósi á hve oft goðafræðin er grunnhugmynd að nýju efni. Einnig má nefna Frímerkjastofu, Mannheima með sögu Reykholts í máli og myndum, sýningu á tónlistardiskum sem á einhvern hátt tengjast goðafræði, Rúnahornið, Heim bókmennta o.fl.

Myndir frá opnun

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.