Friðrik Erlingsson kryddar Norrænu bókasafnavikuna 17. nóvember 2017

Friðrik Erlingsson kryddar Norrænu bókasafnavikuna

Norræna bókasafnavikan hefur verið með líflegu móti hér í Snorrastofu þar sem Dagur íslenskrar tungu var einnig í heiðri hafður.

Friðrik Erlingsson rithöfundur dvaldi í gestaíbúð stofnunarinnar og kom víða við í vikunni. Fyrst hélt hann fyrirlestur í bókhlöðunni, sem hann nefndi "Eins og þruma úr heiðskíru lofti" - eru fornsagnir nothæfar í nútíma?

Á Degi íslenskrar tungu flutti hann í Prjóna-bóka-kaffinu svo einleik sinn "Uppgjör við smán: Mörður Valgarðsson segir frá"

Þriðjudag og miðvikudag vikunnar heimsótti Friðrik bæði Grunnskóla Borgarfjarðar og Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum í Brún.

Ekki er ofsagt að heimsókn Friðriks í héraðið glæddi mannlífið svo um munaði og sama er hvert litið er í því tilliti. Fyrirlesturinn kjarnyrtur og vekjandi, einleikurinn bæði vel upp byggður og fluttur og samveran með yngri og eldri borgurunum gefandi og notaleg í senn. Í Brún beindi Friðrik sjónum að óperunni Ragnheiði, sem hann samdi ásamt Gunnari Þórðarsyni og Skálholti Kambans.

Vikan hófst, eins og fram hefur komið, með sögustund Ingibjargar Daníelsdóttur með yngstu kynslóðinnni og með mögnuðu framlagi rithöfundar vikunnar, Friðriks Erlingssonar, má með sanni segja að lagður hafi verið fram skerfur til ræktunar og viðhalds móðurmáls og sagnaarfsins.

Myndir JE

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.