
Fuglasöngur í lofti og ungmenni við iðju
Snorrastofa fagnar vinnandi höndum ungmenna í sumar. Í morgun, 9. júní mætti ungt fólk glaðbeitt til vinnu í vinnuskóla Borgarbyggðar, sem nú er starfræktur hér á Reykholtsstað. Verkstjóri þeirra er Tryggvi Konráðsson, staðarráðsmaður. Þegar leið á morguninn ómaði umhverfið allt af fuglasöng og góðri iðju þeirra við að hirða staðinn og hreinsa eftir veturinn og sólin heiðraði verkin. Auk vinnuskólans eru hér við slátt og hirðu þrír heiðurspiltar, Robert Scholz, Davíð Pétursson og Guðmundur Jónsson. Þá er von á Tom Ovens til viðbótar í hirðuna og Vigdís Bergsdóttir verður hér einnig sumarstarfsmaður í Snorrastofu. Allt þetta unga fólk er boðið velkomið á staðinn.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.