
Fullveldinu fagnað í Reykholti
Reykholtskirkja og Snorrastofa skörtuðu sínu besta síðastliðinni sunnudag, 1. desember þegar fullveldi Íslands og aðventu jóla var fagnað. Fögnuðurinn hófst með messu kl. 14 þar sem unga kynslóðin hélt merkinu vel á lofti. Lísbet Kristófersdóttir lék á þverflautu og myndarlegur barnahópur söng - allt undir stjórn Dóru Ernu Ásbjörnsdóttur organista og tónlistarkennara.
Að messu lokinni var boðið til hátíðarkaffis í safnaðar- og sýningarsal og að því búnu hélt dr. Auður Hauksdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, erindið Viðhorf Dana til íslenskrar tungu og bókmennta. Í erindinu fjallaði Auður um það hve íslensk tunga og bókmenntir nutu mikillar virðingar og aðdáunar í Danmörku, meiri en oft hefur verið látið í veðri vaka og við Íslendingar höfum viljað halda á lofti. Auður helgar sig um þessar mundir rannsóknum um ofangreint málefni.
Dagurinn allur ljómaði, og íslenski og danski fáninn blöktu fallega að húni í blíðviðrinu.
Myndir: Guðlaugur Óskarsson
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.