
Fyrirlestur Michèle H. Smith: Vefnaðar-fornleifar segja markverða sögu
Fyrirlestur Michèle H. Smith um vinnu kvenna að vefnaði frá landnámi fram á 17. öld var áhugaverður og óhætt er að segja að fornleifar þær, sem hún hefur sökkt sér í síðustu árin hafa frá mörgu að greina. Bæði má lesa af þeim áhrif á vinnubrögð hér á Íslandi bæði frá Skandinavíu og Bretlandi svona rétt eins og í bókmenntum þessa tíma og einnig er hægt að greina breytingar á vefnaðinum eftir því sem tímanum vatt fram frá landnámi og til þess tíma að vaðmál varð mikilvæg verslunarvara.
Michèle Hayeur Smith er fornleifafræðingur við Brown University, Rhode Island í Bandaríkjunum og hefur starfað við rannsóknir á klæðum og klæðnaði á Íslandi og víðar, meðal annars á Gilsbakka. Hún heimsótti Snorrastofu árið 2014 og hélt þá fyrirlestur um þá rannsókn ásamt manni sínum Kevin Smith.
Myndir tók Bergur Þorgeirsson
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.