Fyrirlestur um persónuleika Snorra Sturlusonar
Fyrirlesturinn, sem er hluti af fyrirlestraröðinni „Fyrirlestrar í héraði“, er öllum opinn og er aðgangur ókeypis.
Í erindinu er litast um að tjaldabaki Sturlungu og fjallað um persónuleika og óhamingju Snorra með augum geðlæknisfræðinnar. Reynt er að varpa ljósi á dapurleg endalok Snorra og samskipti hans við bræður sína, konur og börn.
Óttar Guðmundsson (f. 1948) útskrifaðist sem stúdent frá MR árið 1968 og lauk kandidatspróf í læknisfræði árið 1975. Doktorsprófi frá Gautaborgarháskóla lauk hann síðan árið 1984. Hann hefur starfað hjá SÁÁ og á geðsviði Landspítala frá 1985. Hann hefur gefið út nokkrar bækur um margvísleg efni, s.s. kynlíf, sjálfsvíg, áfengi, Megas, dauðann og sögu geðsjúkdóma á Íslandi. Síðustu bækur hans hafa fjallað um Íslendingasögur og Sturlungu, þ.e. Hetjur og hugarvíl, Frygð og fornar hetjur og Sturlunga geðlæknisins. Þá hefur Óttar skrifað fjölmargar greinar í blöð og tímarit um margvísleg efni.
Fyrilesturinn er styrktur af Uppbyggingarsjóði Vesturlands.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.