
Fyrsta kvæðamannakvöld vetrarins
Miðvikudagskvöldið 17. október verður fyrsta kvöld vetrarins á vegum Kvæðamannafélagsins Snorra í Reykholti. Félagið heldur fundi og opnar æfingar í Bókhlöðu Snorrastofu þriðja hvern miðvikudag yfir vetrarmánuðina kl. 20. Þangað eru allir velkomnir og víst er, að þar er glatt á hjalla, sungið og skrafað margt skemmtilegt. Heitt kaffi á könnunni.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.