Fyrsti fyrirlestur ársins ánægjulegur 22. janúar 2020

Fyrsti fyrirlestur ársins ánægjulegur

Fyrsti fyrirlestur ársins í Snorrastofu, þriðjudaginn 21. janúar,  tókst í alla staði vel. Tíðin hefur verið þannig það sem af er árinu, að mannamót hafa þurft að láta í minni pokann fyrir veðri og færð. Fyrirlestradagurinn var kyrr lengi framan af og ekki fór að hvessa fyrir alvöru fyrr en samverustundinni í Bókhlöðunni var lokið.

Sr. Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti frá 1978,  fjallaði um Reykhyltingana, sem hér þjónuðu staðnum mann fram af manni sömu ættar 1569-1807 og tókst vel að rekja sögu staðar og mannlífs í víðara samhengi þessa tíma. Aðsókn að fyrirlestrinum var góð og líflegar og fræðandi umræður fylgdu í kjölfarið eftir kaffihlé.

Sjá nánar um fyrirlesturinn...

Myndir Guðl. Óskarsson

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.