Gestastofu lokað og samkomuhaldi slegið á frest 3. mars 2020

Gestastofu lokað og samkomuhaldi slegið á frest

Frá og með mánudeginum 23. mars 2020 verður gestastofa stofnunarinnar lokuð ferðamönnum. Þetta er tímabundin ráðstöfun vegna COVID-19. Enn er ekki unnt að meta, hve lengi þessi ráðstöfun varir.

Við viljum á meðan bjóða gestum staðarins ókeypis hljóðleiðsögn okkar um Reykholtsstað, sem venjulega býðst einungis þeim, sem greiða aðgang að sýningu okkar, Sögu Snorra. Sækið appið "Snorra" í snjalltækin, hlaðið niður leiðsögn á íslensku eða ensku  og njótið ð heimsóknar í Reykholt hvort sem þið eruð á staðnum eða heima í sóttkví. Athugið að það er ekki hægt að hlaða leiðsögninni niður frá þessari síðu. Til þess þarf að leita appið uppi í "Play Store" eða "App Store".

Fyrr í mánuðinum hafði Snorrastofa ákveðið að fresta öllum mannamótum í nafni stofnunarinnar frá og með miðvikudeginum 11. mars og svo lengi sem yfirvöld banna samkomur.

Vinsamlega hafið samband við stofnunina ef spurningar vakna. Reynt verður að koma til móts við þarfir fyrir þjónustu bókasafnsins eins og kostur er.

Þetta þýðir að fyrirlestrar á vorönn færast aftur um óákveðinn tíma og sömuleiðis sunnudagssíðdegi með Páli Bergþórssyni, Bergþóri Pálssyni og Alberti Eiríkssyni sem Snorrastofa stefndi að sunnudaginn 22. mars í samvinnu við Litlu menntabúðina. Fyrirlestrarnir sem um ræðir, eru fyrirlestrar Sigríðar Bjarkar Jónsdóttur um William Morris á Íslandi, sem vera átti þriðjudaginn 24. mars, umfjöllun Valgerðar Bergsdóttur höfundar steindra glugga Reykholtskirkju sem vera átti þriðjudaginn í dymbilviku, 7. apríl og dagskrá um Þórð Kristleifsson 28. apríl. Þá er  Prjóna-bóka-kaffi Bókhlöðunnar á sama tíma fellt niður, fimmtudagana 19. mars, 2., 16. og 30. apríl.

Nánari ákvarðanir er varða samkomuhald og þjónustu Snorrastofu verða tilkynntar á vef stofnunarinnar og í héraðsfréttablaði Vesturlands, Skessuhorni.

 

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.