Gjörningar á ráðstefnunni í Sýrakúsu 21. desember 2025

Gjörningar á ráðstefnunni í Sýrakúsu

Á ráðstefnunni um Harald harðráða í Sýrakúsu á Sikiley í nóvember flutti James Cave frá Háskólanum í York verk sitt „Field of Broken Ice – Music and Recitations from Heimskringla“ og Futaba Sato frá Japan verkið „The Strategicon of Kekaumenos“. Í samræmi við hefð málþinga þessa verkefnis, sem Háskólinn í Edinborg og Snorrastofa leiða, var samhliða fundunum boðið upp á þessa mögnuðu gjörninga. Cave og Sato brugðust með mjög ólíkum hætti við frumheimildum okkar — annars vegar forníslenskum sögum og hins vegar Strategikon Kekaumenosar.

The Strategicon of Kekaumenos, sem Sato byggði sinn flutning á, er ráðgjafarit frá því um um 1075–1078, ritað af býsönskum höfðingja og herforingja, sem var meðal annars af armenskum uppruna. Ekki er um að ræða herfræðirit í þröngum skilningi, heldur blöndu af hernaðarlegum, pólitískum og persónulegum ráðleggingum, byggðum á reynslu höfundar og dæmum úr samtímanum. Höfundur var býsanskur aðalsmaður, oft nefndur „Kekaumenos“ og er ritinu skipt í sex hluta, sem fjalla m.a. um skyldur vasalla (aðalsmaður eða landseti sem hefur svarið hollustu til æðri aðalsmanns)  og sambönd við yfirmenn, ráðleggingar til hershöfðingja (þetta er „strategikon“ í þröngum skilningi), heimilis- og fjölskyldumál, barnauppeldi og félagsleg samskipti. Það sem gerir ritið sérstakt er það er sjálfsævisögulegt að hluta, fullt af lýsingum á Býsans 11. aldarinnar.  Ekki er því eingöngu um að ræða handbók í hernaði, heldur eins konar „konungsskuggsjá“ fyrir aðalsmenn, embættismenn og herforingja. Hér er því á ferðinni einstakt heimildarit um hugsunarhátt, siðferði og stjórnsýslu býsansks aðals á umbrotatímum.

 

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.