Glaðværar skólaheimsóknir 11. júní 2019

Glaðværar skólaheimsóknir

Reykholtsstaður fagnar á hverju vori allmörgum skólahópum, sem heimsækja stað Snorra Sturlusonar í vetrarlok. Miðstig grunnskólanna hafa Snorra að viðfangi og því er vel við hæfi að þau komi og kynnist andrúmsloftinu á höfuðbólinu sjálfu. Mikið líf og glaðværð fylgir nemendunum og í nógu er að snúast hjá sóknarprestinum sr. Geir Waage, sem tekur á móti þeim og leiðir til móts við Snorra með frásögnum sínum og staðarleiðsögn. Á myndinni má sjá nemendur úr Austurbæjarskóla, sem heimsóttu að sjálfsögðu meðal annars Snorralaug með leiðsögumanninum og kennurum sínum.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.