Góð uppskera Norrænu bókmenntavikunnar 15. nóvember 2019

Góð uppskera Norrænu bókmenntavikunnar

Snorrastofa fagnar góðri uppskeru við lok Norrænu bókmenntavikunnar árið 2019. Dagur íslenskrar tungu fellur að verkefnum hennar enda þótt hann beri nú upp á frídag vikunnar og verði ekki hampað sérstaklega. Öll viðfangsefni vikunnar hnigu þó sannarlega að tungumálinu, bókmenntunum og menningararfinum í víðum skilningi.

Vikan hófst með heimsókn yngstu nemenda af Kleppjárnsreykjum og þeirra elstu af Hnoðrabóli og var getið sérstaklega hér á síðunni. Í vikunni nutum við auk þess heimsóknar hjónanna Kristínar Gísladóttur og Sigurbjörns Aðalsteinssonar, sem helga sig um þessar mundir samningu  á ritverki um Dagbjart Skugga, sem lítur væntanlega dagsins ljós á næsta hausti. Þau lásu kafla væntanlegrar bókaraðar fyrir miðstigs- og unglingastigsnemendur úr Grunnskóla Borgarfjarðar, sem komu í hátíðarsal Snorrastofu í gamla héraðsskólahúsinu og gesti Prjóna-bóka-kaffis í bókhlöðunni. Segja má að gestirnir hafi hlotið góðar móttökur og hlustað var af athygli í hvívetna. Miklar og góðar umræður sköpuðust um kaflana, sem lesnir voru og höfundarnir leituðu eftir viðbrögðum og skoðunum hlustenda. Efni þeirra tengist íslenskri arfleifð, norrænni goðafræði, Íslandssögu og þjóðsögunum okkar og voru þannig verðugt viðfangsefni á stað Snorra Sturlusonar, Reykholti.

Myndir J.E.

Sjá nánar um vikuna...

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.