
Gullhringur finnst í fornleifauppgreftri sumarsins
Síðastliðinn fimmtudag fannst gullhringur í gólfi kirkjugrunnsins sem verið er að rannsaka í Reykholti. Sú kirkja er talin vera frá 17. öld. Hringurinn hefur sama lag og hringur sem fannst í tóft á Rangárvöllum og barst Þjóðminjasafni á 19. öld. En sá hringur er sagður vera með fornu lagi og frá fyrri hluta miðalda.
Á hringnum sem fannst í Reykholti er blaðskraut í rómönskum stíl sem bendir til þess að hann sé yngri, en þetta hefur ekki enn verið rannsakað. Margir aðrir gripir hafa fundist í sama gólfi, m.a. innsigli og fingurbjörg.
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.