
Hagvöxtur á heimaslóð
Útflutningsráð Íslands stóð veturinn 2004-05 fyrir þróunarverkefninu „Hagvöxtur á heimaslóð“ en markmið vekefnisins var m.a. að reyna að auka hagvöxt í heimabyggð með því að starfa betur saman. Að þessu samvinnuverkefni standa einnig Samtök ferðaþjónustunnar, Impra nýsköpunarmiðstöð, Mímir-símenntun, LandsMennt, Ferðamálasetur Íslands og Byggðastofnun.
Verkefnið, sem ýtt var úr vör í nóvember s.l. er hið fyrsta sem haldið er á vegum Útflutningsráðs með ferðaþjónustunni í landinu. Alls tóku 14 aðilar þátt í verkefninu sem lauk í apríl. Á síðasta fundinum var ákveðið að reyna áfram formlegt samstarf ferðaþjónustaðila og reyna að fá fleiri aðila til samstarfs.
Fyrsta samstarfsverkefnið er að undirbúa Vest Norden ferðakaupstefnuna í Kaupmannahöfn 13. - 14. september og var ákveðið að ráða Þórdís G. Arthursdóttir sem hefur starfað við ferðaþjónustu í fjölda ára sem verkefnisstjóra til a halda utan um það verkefnið. Á kaupstefnunni verður Vesturlandið kynnt undir nafninu „All Senses“, þ.e. landsvæði sem hefur eitthvað upp á að bjóða fyrir öll skilningarvitin og eru viðfangsefnin flokkuð í náttúru, sögu, mat, menningu, mannlíf og aðgengi. Misjafnt er hversu marga af þessum þáttum ferðaþjónustuaðilar hafa upp á að bjóða.
Framsækin ferðaþjónustufyrirtæki á Vesturlandi sóttu námskeiðið og hittust á vinnufundum í Hótel Glymi, Hvalfirði, Hótel Framnesi í Grundarfirði, Hótel Borgarnesi og í Reykholti
Markmiðið var að aðstoða íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu við að nýta markaðstækifæri erlendis og var verkefnið sérstaklega lagað að þörfum lítilla og meðalstórra ferðaþjónustufyrirtækja. Meginmarkmiðið var að aðstoða stjórnendur þessara fyrirtækja við að innleiða skipulögð og árangursrík vinnubrögð við markaðssetningu, stjórnun og vöruþróun og nýta sér betur þau tækifæri sem fyrir hendi eru í ferðaþjónustu. Að auki var lögð áhersla á að hækka menntunarstig almennra starfsmanna.
Fyrirtækin Hótel Borgarnes / Hótel Stykkishólmur, Hellnar á Snæfellsnesi, Sæferðir í Stykkishólmi, Hótel Glymur í Hvalfirði, Safnahús Borgarfjarðar, Hótel Framnes í Grundarfirði, Heimskringla í Reykholti, Háhús á Rifi, Upplýsinga- og kynningamiðstöð Vesturlands og Hótel Hamar, Borgarnesi.
Myndir teknar á lokafundinum í Heimskringlu, Húsnæði Snorrastofu-Reykholtskirkju.
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.