Háskólinn á Bifröst og Snorrastofa efna til samstarfs
Háskólinn á Bifröst og Snorrastofa efna til samstarfs um Stofnun Sigurðar Líndals í réttarsögu
Snorrastofa í Reykholti og Háskólinn á Bifröst hafa ákveðið að koma sameiginlega á fót rannsóknarstofnun í réttarsögu sem kennd verður við Sigurð Líndal, prófessor við Háskólann á Bifröst, áður um árabil prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.
Markmið stofnunarinnar er að efla rannsóknir og útgáfu á sviði réttarsögu. Hún mun vinna að því að auðvelda fræðimönnum að helga sig rannsóknum í réttarsögu, standa fyrir útgáfu á fræðilegu efni á þessu sviði og vinna að kynningu.
Gert er ráð fyrir að formaður stjórnar Snorrastofu og Rektor Háskólans á Bifröst sitji í stjórn auk forseta lagadeildar Háskólans á Bifröst. Snorrastofa og Bifröst sjá í sameiningu um að útvega stofnuninni starfsaðstöðu en leitað verður eftir fjármögnun verkefna hjá einkaaðilum og opinberum aðilum.
Efnt verður til móttöku af þessu tilefni miðvikudaginn 26. maí 2010 milli kl. 17 og 19 í Bókhlöðusal Snorrastofu.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.