Haustframkvæmdir á Reykholtsstað 5. september 2018

Haustframkvæmdir á Reykholtsstað

Þessa haustdaga er unnið ötullega að ýmsu, sem horfir til bóta hér í umhverfi staðarins. Lagðir verða nýir göngustígar og unnið að umbótum á gróðri, hleðslum og fleiru slíku.

Með nýju stígunum verður auðveldara fyrir gesti að komast um hann allan og vonir standa til að sögulegt samhengi verði með þessum aðgerðum auðsærra og aðgengi að þjónustu sömuleiðis.

Verktaki er Þorsteinn Guðmundsson á Fróðastöðum, sem vinnur verkið í nánu samstarfi við heimamenn, Tryggva Konráðsson, sr. Geir Waage og Robert Scholz.

Með Þorsteini vinna þeir Tómas Árnason og Einar Ólafsson. Þá vinnur Björn Húnbogi Sveinsson ötullega að þessu verki eins og jafnan fyrr þegar framkvæmdir eru hér á staðnum.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.