Heimboð á Bessastaði       24. júlí 25. júlí 2024

Heimboð á Bessastaði 24. júlí

Starfsfólki Snorrastofu og fólki tengt stofnuninni var í dag ásamt mökum boðið til Bessastaða. Guðni forseti gaf sér góðan tíma til að sýna okkur húsakynnin og greina frá sögu staðarins. Bauð hann fyrst upp á kaffi og kökur og leiddi okkur síðan um allt húsið, bæði ofan í kjallara, þar sem til sýnis eru merkar fornleifar, og upp á efri hæðina, sem í sinni tíð var bústaður forseta, og svaraði spurningum. Var þetta okkur mikill heiður. Ástæður boðsins voru mikil tengsl Guðna við Snorrastofu í forsetatíð sinni, enda dvaldi hann í fræðimannsíbúð stofnunarinnar 18 sinnum.

 

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.