Héraðsfólk yljar sér við góðar minningar 26. apríl 2018

Héraðsfólk yljar sér við góðar minningar

Þriðjudaginn 24. apríl s.l. hélt Helgi Bjarnason blaðamaður fyrirlestur í Bókhlöðunni, sem hann nefndi Íþróttamót Borgfirðinga á bökkum Hvítár. Helgi hefur ritað sögu mótanna fyrir Borgfirðingabók, sem birta mun seinni hluta hennar á þessu ári. Hann sagðist telja vel við hæfi að flytja fyrirlestur í Reykholtsdal um málefnið, þar sem Reykdælir hefðu jafnan verið sigursælir á Hvítárbakkamótunum og síðar. Helgi sagði frá þeirri blöndu skemmtunar, menningar og íþrótta, sem jafnan einkenndu mótin og þá greindi hann einnig frá nokkrum afreksmönnum og konum íþrótta.

Góður rómur var gerður að fyrirlestrinum og áheyrendur komu víða að. Umræður urðu mjög líflegar og lögðu margir fram skemmtilegar minningar í samhengi við fyrirlesturinn og inntu Helga eftir frekari fróðleik.

Sjá tilkynningu um fyrirlesturinn...

Myndir (JE)

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.