
Íslandssagan í skemmtilegu ljósi Sverris Jakobssonar
Þriðjudaginn 28. mars s.l. hélt Sverrir Jakobsson sagnfræðingur fyrirlestur hér í Snorrastofu, sem hverfðist um þá sígildu spurningu, hvenær Hákon gamli hefði orðið konungur Íslendinga. Sverrir hóf mál sitt á að vísa til hinna vinsælu spurningakeppni, Gettu betur, sem hann tengist enn í hugum margra fyrir ógleymanlega frammistöðu. Hann vísaði til þess að spurningin væri í eðli sínu vel fallin til að nota í slíka spurningakeppni en svarið ekki að sama skapi einfalt. Í fyrirlestrinum var fjallað um jarðveg þann, sem fyrirfannst á Íslandi á tímum Hákonar gamla, Snorra Sturlusonar, Gissurar Þorvaldssonar og Sturlu Þórðarsonar svo einhverjir séu nefndir. Þegar upp var staðið hafði Sverrir gert vel grein fyrir því, hvers vegna svarið við spurningu kvöldsins reyndist svo flókið og gestir voru nestaðir með margs konar umhugsunarefni vegna hennar. Fyrirlesturinn var bæði vel upplýsandi og skemmtilegur og umræður sem vöknuðu að honum loknum urðu hinar líflegustu.
Sjá frekar um fyrirlesturinn...
Myndir frá kvöldinu (J.Eiríks):
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.